fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Heimsmeistarinn í skák kominn á hlutabréfamarkaðinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 10:15

Magnus Carlsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun hófust viðskipti í norsku kauphöllinni með hlutabréf í tæknifyrirtækinu Play Magnus Group. Magnus Carlsen, 29 ára, heimsmeistari í skák er einn eigenda fyrirtækisins og er það nefnt eftir honum. Óhætt er að segja að fyrsti dagurinn hafi farið vel af stað og var verðmæti fyrirtækisins komið yfir 1,1 milljarð norskra króna eftir tvær klukkustundir en það svarar til um 16 milljarða íslenskra króna. Viðskipti fyrir 22 milljónir norskra króna voru að baki þessu.

Upphafsgengi hlutabréfanna var 21 króna á hlut og var fyrirtækið metið á 800 milljónir norskra króna.

Play Magnus er byggt upp í kringum samnefnt app sem, og það kemur kannski ekki á óvart, gerir notendum kleift að tefla á netinu. Teflt er gegn gervigreindarforriti sem hermir eftir Magnusi.

Fyrirtækið var stofnað 2013 og setti appið á markað ári síðar. Það er í dag með 3 milljónir skráðra notenda, þar af greiða 35.000 áskriftargjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð