CNN segir að það hafi verið íbúi í North Arlington sem fann póst í ruslagámi. Var pósturinn enn í bunkum sem var haldið saman með teygjum. Hann tilkynnti lögreglunni um þetta. Bréfberinn á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á sem nemur um 20 milljónum íslenskra króna. Hann hóf störf hjá póstinum í júlí.
Búið er að koma öllum póstinum til skila.
Bandaríska póstþjónustan vildi ekki tjá sig um málið þegar CNN leitaði eftir viðbrögðum.
Donald Trump, forseti, hefur margoft varað við kosningasvindli vegna þess hversu margir munu væntanlega kjósa bréfleiðis. Þessu vísa kjörstjórnir landsins á bug og segja að atkvæði greidd bréfleiðis séu jafn örugg og önnur atkvæði.
Fréttin hefur verið uppfærð þar sem „ó“ vantaði fyrir framan „útfylltir“ kjörseðlar þar sem nú stendur: „ Þar á meðal voru óútfylltir kjörseðlar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember.“ Beðist er velvirðingar á þessari innsláttarvillu. Einnig var bætt við upplýsingum um fjölda kjörseðla.