fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan – Sex öfgasinnar handteknir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 04:45

Gretchen Whitmer. Mynd: EPA-EFE/RENA LAVERTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók á miðvikudaginn sex öfgasinna sem eru grunaðir um að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fremja valdarán í ríkinu. Einn hinna handteknu er sagður hafa viljað rétta yfir Whitmer vegna meintra landráða hennar. Mennirnir höfðu skipulagt aðgerðina mánuðum saman og æft hana.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í dómsskjölum komi fram að mennirnir hafi skipulagt verkið mánuðum saman, þeir hafi ráðfært sig við og æft með öðrum öfgasinnum í ágúst og september.

Whitmer þakkaði lögreglunni fyrir að hafa komið upp um áætlunina og handtekið sexmenningana sem hún sagði „veika og siðspillta“. Hún sagði einnig að „hatur, ofstæki og ofbeldi eigi ekki heima í Michigan“. Hún varpaði einnig sökinni að hluta á Donald Trump, forseta, og sagði að hann hafi ekki viljað fordæma hvíta þjóðernissinna í kappræðunum við Joe Biden í síðustu viku og hafi sagt Proud Boys samtökunum að „vera reiðubúnir“. Þetta hafi sín áhrif:

„Haturshópar heyrðu orð forsetans, ekki sem ávítur heldur sem heróp, ákall um aðgerðir. Þegar leiðtogar okkar tala, vega orð þeirra þung. Þeir bera ábyrgð.“

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var þessum orðum Whitmer vísað á bug og því haldið fram að Trump hafi alltaf fordæmt hvíta þjóðernissinna og öll form haturs.

Sexmenningarnir eiga allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér ef þeir verða fundir sekir.

Whitmer hefur hlotið mikið lof en einnig mikla gagnrýni fyrir aðgerðir sínar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Donald Trump er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hana en hún greip til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar með tilheyrandi áhrifum á daglegt líf fólks og efnahagslífið.

Í þeim skjölum, sem hafa verið lögð fyrir dóm, kemur ekkert fram um að sexmenningarnir hafi verið undir áhrifum frá Trump varðandi fyrirætlanir sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú