fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Varaforsetaefnin mættust í kappræðum – „Þeir vissu hvað var að gerast og þeir sögðu þér það ekki“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 04:29

Varaforsetaefnin á sviðinu. Mynd:EPA-EFE/SHAWN THEW

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Pence, varaforseti, og Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt að íslenskum tíma. Þau tókust á um heimsfaraldur kórónuveirunnar og viðbrögð stjórnar Donald Trump við honum, efnahagsmál, kynþáttamál og fleira. Þetta voru einu kappræður varaforsetaefnanna.

Þau sátu við borð og var plexígler fyrir framan þau en þetta var hluti af ráðstöfunum vegna kórónuveirunnar. Umræðurnar hófust með deilum um viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum en Pence fer fyrir aðgerðahópi ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins.

„Bandaríska þjóðin hefur orðið vitni að því sem er eru mestu mistök nokkurrar ríkisstjórnar í sögu landsins,“

sagði Harris á meðan Pence hristi höfuðið. Hann viðurkenndi að þjóðin hefði gengið í gegnum mjög erfiða tíma í ár.

„Ég vil að Bandaríkjamenn viti að allt frá fyrsta degi hefur Trump sett heilsu Bandaríkjamanna í fyrsta sæti,“

sagði hann og lofaði að milljónir skammta af lyfi gegn COVID-19 yrðu tilbúnir til notkunar fyrir árslok.

Harris notaði sömu aðferð og Biden í kappræðunum við Trump og horfði beint í myndavélina og ávarpaði þjóðina beint:

„Þeir vissu hvað var að gerast og þeir sögðu þér það ekki.“

Þessu svaraði Pence með því að segja að sú ákvörðun Trump að loka fyrir ferðalög á milli Kína og Bandaríkjanna hafi „keypt ómetanlegan tíma“ til að samhæfa aðgerðirnar gegn heimsfaraldrinum. Hann tók ekki fram að Trump bannaði bara sum ferðalög og að ferðamenn streymdu á milli landanna í tugþúsunda tali. Rúmlega 210.000 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum COVID-19. Trump er sjálfur að jafna sig eftir að hafa smitast.

Önnur málefni

Þegar rætt var um efnahagsmálin sagði Pence að Trump hefði „lækkað skatta allra“ en Joe Biden hefði í hyggju að „hækka skatta“ á fyrsta degi sínum í embætti. Hann hélt því fram að Demókratar ætli að gera út af við bandarískan efnahag með því að setja 2 trilljónir dollara í umhverfisvæn verkefni og vilji að Bandaríkin verði aftur ofurseld Kína á efnahagssviðinu.

Harris sagði að umræðan um efnahagsmál eigi að byggja á „staðreyndum“ og benti Pence á að Biden hafi verið mjög afgerandi um að skattar verði ekki hækkaðir hjá neinum sem hafa minna en 400.000 dollara í árslaun. Hún sagði síðan að Trump hafi notið góðs af efnahagsuppsveiflunni sem átti sér stað á valdatíma Barack Obama og hafi Trump náð að hanga í hala hennar.

Þegar kom að kynþáttamálunum sagði Harris að hún telji ekki að réttlætið hafi náð fram að ganga í máli Breonna Taylor, svartrar konu sem var skotin til bana af lögreglunni þegar hún ruddist inn í íbúð hennar í leit að fíkniefnum. Taylor var vopnlaus og ekki viðriðin fíkniefnamál. Kviðdómur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi ákæra lögreglumennina fyrir að hafa orðið Taylor að bana.

Þegar Pence var spurður hvort réttlætið hefði náð fram að ganga í máli Taylor sagði Pence að fjölskylda hennar ætti alla samúð ríkisstjórnarinnar en hann treysti réttarvörslukerfinu, kviðdómur hafi tekið ákvörðun byggða á fyrirliggjandi sönnunargögnum.

Almennt eru stjórnmálaskýrendur sammála um að kappræðurnar hafi ekki skilað neinu nýju og kjósendur séu litlu nær. Ólíkt kappræðum forsetaframbjóðendanna þóttu þessar fara vel og kurteislega fram. Sumir fréttaskýrendur segja það standa upp úr að Pence eigi jafn erfitt með að halda sig við sannleikann og Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár