fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Nýjar upplýsingar um þrefalda morðið sem skók Bandaríkin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 05:56

Watts-fjölskyldan. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 2018 hófst mikil leit að Shannan Watts og tveimur ungum dætrum hennar, Bella og Celeste, eftir að þær hurfu sporlaust frá heimili sínu í Frederick i Colorado í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar ræddu margoft við Chris Watts, eiginmann hennar og föður stúlknanna, um hvarfið og átti hann enga ósk heitari að sögn en að mæðgurnar skiluðu sér heim. En hann bjó yfir skelfilegu leyndarmáli.

Grunur lögreglunnar fór að beinast að honum og að hann hefði komið að hvarfi mæðgnanna á einn eða annan hátt. Hann gekkst undir lygamælispróf og niðurstaða þess varð til að styrkja grunsemdir lögreglunnar enn frekar í garð þessa 33 ára manns. Chris átti hjákonu en í hans huga kom ekki til greina að skilja við Shannan.

Í fyrstu hélt hann því fram að Shannan hefði myrt dætur þeirra hjóna. Lögreglan trúði þessu ekki og að lokum játaði hann að hafa myrt dætur sínar og eiginkonu.

Þetta kemur meðal annars fram í heimildarmyndinni „American Murder: The family next door“ sem var nýlega tekin til sýninga hjá Netflix. Myndin er byggð á upptökum úr einkasafni fjölskyldunnar síðustu vikurnar og dagana fyrir morðin auk upptaka frá lögreglumönnunum sem rannsökuðu málið.

Eitt og annað nýtt kemur fram í heimildarmyndinni. Til dæmis að grunur lögreglunnar um aðild Chris að hvarfinu hafi vaknað sama dag og mæðgurnar hurfu. Það gerðist eftir að nágranni fjölskyldunnar sagði lögreglunni að Chris hegðaði sér ekki eðlilega.

„Hann vaggar sé aldrei svona. Hann er ekki vanur að færa hluti fram og til baka í bílskúrnum,“

sagði nágranninn og sýndi lögreglunni upptöku úr eftirlitsmyndavél frá morðnóttinni. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér.

Eftir að hann hafði kyrkt Shannan pakkaði Chris líkinu inn í teppi og setti í aftursæti bíls þeirra. Því næst sótti hann dæturnar og fór með þær og lík Shannan til Andarko Petroleum sem er eitt stærsta olíu- og gasvinnslufyrirtækið í Colorado.

„Ég sé alla bílferðina þangað fyrir mér. Gat ég bjargað dætrum mínum? Hefði ég getað gert eitthvað? Af hverju gerði ég þetta, það veit ég ekki. Það eina sem ég vildi í lífinu var að verða faðir og fá þær til að elska mig,“

sagði Chris í yfirheyrslu hjá lögreglunni.

Fjórum dögum eftir að mæðgurnar hurfu fundust lík þeirra í olíutanki fullum af hráolíu.

Þegar réttarhöldin stóðu yfir í nóvember 2018 voru krufningarskýrslur lagðar fram. Þá kom fram að Chris hafði kyrkt mæðgurnar.

Hann var dæmdur í þrefalt lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. CNN skýrir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár