fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Mörg hundruð gyðingar mótmæltu nýjum kórónuveiruaðgerðum í New York

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 07:00

Frá mótmælunum í gær. Mynd:Spencer Platt/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Brooklyn í New York í gær til að mótmæla nýjum og hertum aðgerðum yfirvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir eru ósáttir við að Bill de Blasio, borgarstjóri, hafi hert aðgerðirnar.

Frá og með gærdeginum var íbúum ákveðinna hverfa í borginni gert að sæta strangari takmörkunum en aðrir borgarbúa vegna smithlutfallsins í hverfunum. Þessar hertu aðgerðir ná til hverfa gyðinga en þar hefur smitum fjölgað mikið.

Meðal þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til er að loka mörg hundruð skólum og fyrirtækjum. Einnig hefur verið sett bann við að fólk safnist saman í stórum hópum og aðeins 10 mega koma saman í bænahúsum og kirkjum hverju sinni.

Það er einmitt þetta síðastnefnda sem fer verst í hina strangtrúuðu gyðinga að sögn CBS News. Nú stendur Sukkot hátíð gyðinga yfir og telja gyðingarnir þessar takmarkanir skemma fyrir hátíðarhöldunum.

Mótmælendur kveiktu bál, hrópuðu „Jewish lives matter“ og lýstu yfir stuðningi við Donald Trump forseta. Enginn var handtekinn að sögn lögreglunnar en Bill de Blasio hafði tekið skýrt fram að fast verði tekið á brotum á þeim reglum sem settar hafa verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn