Varosha, sem heitir Maras á tyrknesku, hefur verið draugabær á einskismannslandi síðar um 40.000 íbúar bæjarins flúðu þegar Tyrkir gerðu innrás á eyjuna og hernámu norðurhlutann. Norðurhlutinn er aðeins viðurkenndur sem ríki af Tyrklandi. Tyrkir gerðu innrás eftir skammvinnt valdarán, sem var undir grískum áhrifum, sem skipti eyjunni upp í grískan hluta og tyrkneskan hluta.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Tyrkir styðji ákvörðun stjórnvalda á Norður-Kýpur um að opna ströndina á nýjan leik.
„Með guðs vilja byrja þeir að nota Marasströndina á fimmtudagsmorgun,“
sagði hann.
Stjórmálamenn á Kýpur og í Grikklandi telja að opnunin muni auka enn á spennuna á milli Grikkja og Tyrkja sem er töluverð fyrir. Ríkin hafa deilt um boranir Tyrkja eftir olíu og gasi í Miðjarðarhafi sem bæði Grikkir og stjórnvöld á suðurhluta Kýpur telja ólöglegar því ríkin gera einnig kröfu um yfirráð yfir þessum svæðum. Tyrknesk herskip hafa fylgt rannsóknarskipum við þessar boranir og bæði Grikkland og Tyrkland hafa staðið fyrir heræfingum á svæðinu til að sýna mátt sinn. Grikkir njóta stuðnings Frakka og Ítala í þessum deilum. Deilurnar eru sérstaklega viðkvæmar í ljósi þess að Tyrkir eru aðilar að NATO eins og Grikkland.