fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Fyrir tveimur árum voru vatnsbólin í Höfðaborg næstum tóm – Nú eru þau yfirfull

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 06:57

Frá Höfðaborg. Mynd: EPA-EFE/KIM LUDBROOK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum var svo komið í Höfðaborg í Suður-Afríku að vatnsbólin voru næstum tóm. Borgin hefði þá orðið fyrsta stórborg heimsins til að verða uppiskroppa með vatn. En nú er staðan önnur því vatnsbólin eru full og rúmlega það því það flæðir út úr þeim, svo mikið vatn er nú í þeim.

Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem vatnsbólin eru full og er óhætt að segja að breytingin sé mikil frá því sem var fyrir tveimur árum. CNN skýrir frá þessu.

Fyrir tveimur árum gripu borgaryfirvöld til harðra aðgerða vegna stöðunnar. Hverjum borgarbúa voru skammtaðir 50 lítrar á dag sem áttu að duga í matseld, þvotta, til drykkjar og til að baðast. Ef vatnsbólin hefðu tæmst hefði skammturinn verið minnkaður niður í 25 lítra á dag.

50 lítrar á dag eru ekki mikið og miklu minna en íbúar stórborga nota að jafnaði daglega. En borgarbúar tóku höndum saman um að spara vatn eins og hægt væri. Með samstilltu átaki hefur tekist að koma stöðu vatnsbólanna í gott horf en áhersla er lögð á að borgarbúar verði áfram að vera meðvitaðir um að ekki megi bruðla með vatn. En það voru ekki borgarbúar einir sem björguðu málunum því náttúran lagði sitt af mörkum með úrkomu sem var yfir meðallagi síðustu tvo vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut