fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Hver er konan? Ástralska lögreglan stendur á gati

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 07:00

Nafnlausa konan. Mynd:Queensland Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta mánuðinn hefur ástralska lögreglan reynt að bera kennsl á gamla, hvíthærða konu sem annað hvort vill ekki segja til nafns eða getur það ekki. Hún birtist upp úr þurru í litla bænum Mooloolah norðan við Brisbane þann 6. september. Miðað við upptökur eftirlitsmyndavéla þá fór maður nokkur með konuna, sem var áberandi ringluð, að sjúkrahúsi í bænum og skildi hana eftir þar. Hún dvelur nú á dvalarheimili á svæðinu. Lögreglan hefur rætt við manninn sem fann konuna í Mooloolah og flutti á sjúkrahús, hann vissi annars ekkert um hana.

Lögreglan telur að konan sé um áttrætt. Lögreglan í Queensland hefur nú ákveðið að hætta rannsókn á málinu þar sem hún hefur ekki borið neinn árangur til þessa. The New Daily skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sent lýsingu á konunni til allra lögregluliða í Ástralíu en það hefur ekki borið neinn árangur og leitað eftir aðstoð almennings en það hefur heldur ekki skilað neinum árangri.

Það eina sem konan var með, annað en fötin sem hún var í, var hringur á fingri. Ekkert af þessu hefur komið að gagni við rannsókn málsins. Enginn virðist vilja kannast við konuna.

Vandinn sem yfirvöld standa frammi fyrir er að það er erfitt að aðstoða konuna án þess að vita hver hún er. Hvernig er fjárhagsleg staða hennar? Er hún með tryggingar? Hver ber ábyrgð á henni?

Eins og er sér hið opinbera um konuna og annast hana.

Ekki er vitað hvort hún þjáist af minnisleysi eða vill bara ekki segja til nafns. Íbúarnir í Mooloolah, þar sem um 4.000 manns búa, kannast ekki við hana og segjast aldrei áður hafa séð hana.

Talsmaður lögreglunnar telur að konan viti vel hver hún er en þar sem hún hafi að mati lögreglunnar ekki verið viðriðin nein afbrot þá sé engin ástæða til að þrýsta á hana um að veita þær upplýsingar og muni lögreglan virða þá ósk hennar að njóta nafnleyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt