Trump var fljótur að taka andlitsgrímuna af sér þegar hann kom inn í Hvíta húsið og sagðist líða vel og myndi fljótlega hefja kosningabaráttuna að nýju en forsetakosningarnar fara fram þann 3. nóvember næstkomandi.
Anthony Fauci sagði í samtali við CNN að Trump sé ekki enn úr allri hættu:
„Ég kem ekki beint að meðferð hans en hann er enn svo snemma í sjúkdómsferlinu að það er ekkert leyndarmál, þegar sjúkdómsferli fólks er skoðað, að oft snýst þróunin við eftir fimm til átta daga. Það þýðir að þetta getur farið á versta veg og hann lent í vandræðum.“
Fauci er í ráðgjafarhópi Hvíta hússins varðandi heimsfaraldurinn og er þekktur fyrir að vera óhræddur við að segja annað en Trump vill að hann segi.
Hann sagðist ekki telja líklegt að Trump veikist illa en að Hvíta húsið verði samt sem áður að vera undir það búið:
„Hann veit þetta. Læknarnir vita þetta. Þeir munu fylgjast vel með honum en munu gera það í Hvíta húsinu í staðinn fyrir á sjúkrahúsinu.“