fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Fauci segir að enn geti farið illa fyrir Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 11:00

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir þriggja daga dvöl vegna COVID-19 smits. Hann mun áfram fá aðhlynningu í Hvíta húsinu og vera undir eftirliti lækna allan sólarhringinn. Anthony Fauci, einn helsti ráðgjafi forsetans um smitsjúkdóma, segir að enn geti farið illa og ástand Trump geti versnað.

Trump var fljótur að taka andlitsgrímuna af sér þegar hann kom inn í Hvíta húsið og sagðist líða vel og myndi fljótlega hefja kosningabaráttuna að nýju en forsetakosningarnar fara fram þann 3. nóvember næstkomandi.

Anthony Fauci sagði í samtali við CNN að Trump sé ekki enn úr allri hættu:

„Ég kem ekki beint að meðferð hans en hann er enn svo snemma í sjúkdómsferlinu að það er ekkert leyndarmál, þegar sjúkdómsferli fólks er skoðað, að oft snýst þróunin við eftir fimm til átta daga. Það þýðir að þetta getur farið á versta veg og hann lent í vandræðum.“

Fauci er í ráðgjafarhópi Hvíta hússins varðandi heimsfaraldurinn og er þekktur fyrir að vera óhræddur við að segja annað en Trump vill að hann segi.

Hann sagðist ekki telja líklegt að Trump veikist illa en að Hvíta húsið verði samt sem áður að vera undir það búið:

„Hann veit þetta. Læknarnir vita þetta. Þeir munu fylgjast vel með honum en munu gera það í Hvíta húsinu í staðinn fyrir á sjúkrahúsinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“