fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Drama í konungsfjölskyldunni – „Brjáluð af reiði er væg lýsing á hversu reið fjölskyldan varð“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 05:15

Fjölskyldan var mjög ósátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan, tilkynntu að þau ætluðu að segja skilið við bresku konungsfjölskylduna hafa Harry og Vilhjálmur, bróðir hans og krónprins, eiginlega ekki talast við. Þetta kemur fram í nýrri bók, Battle of Brothers, þar sem höfundurinn, Robert Lacey, segir að Vilhjálmur hafi reiðst Harry mjög fyrir hvernig hjónin stóðu að hinu svokallaða Megxit.

Í bókinni kemur fram að Vilhjálmur hafi nánast „unfriended“ Harry, svona eins og gert er á Facebook, vegna þessa. Vilhjálmur er sagður hafa reiðst mjög vegna þess að Harry og Meghan tilkynntu öðrum í konungsfjölskyldunni ekki um ákvörðun sína fyrr en 10 mínútum áður en þau tilkynntu hana á samfélagsmiðlum.

Lacey heldur því fram að mjög náið samband þeirra bræðra hafi verið eyðilagt af Harry vegna „skorts á virðingu og svika hans“ þegar hann ráðfærði sig ekki við ömmu þeirra bræða, Elísabetu II drottningu“ áður en hann og Meghan tilkynntu heiminum ákvörðun sína.

Vilhjálmur er sagður hafa lagt töluvert á sig til að forðast að hitta Harry áður en neyðarfundur konungsfjölskyldunnar um málið var haldinn í Sandringham House. Vilhjálmur er meðal annars sagður hafa afþakkað að snæða morgunmat með Harry og ömmu sinni og mætti ekki fyrr en fundurinn var við það að hefjast. Nokkrum dögum eftir fundinn var tilkynnt að Harry og Meghan myndu missa konunglega titla sína og framfærslueyri frá breska ríkinu.

Lacey hefur skrifað mikið um konungsfjölskylduna í gegnum tíðina og var ráðgjafi hjá Netflix við gerð þáttaraðarinnar „The Crown“. Nýja bókin byggist á samtölum hans við starfsfólk konungshirðarinnar.

Hann segir að ákvörðun hjónanna hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og hafi hrist grunnstoðir konungdæmisins. Elísabet hefur alltaf verið veik fyrir Harry en hún taldi að hjónin hefðu tekið fljótfærnislega ákvörðun.

„Brjáluð af reiði er væg lýsing á hversu reið fjölskyldan varð,“

segir Lacey í bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum