fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Margir Repúblikanar telja að flokkurinn muni gjalda fyrir „heimskulega“ nálgun á COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 08:00

Baráttan um framtíð flokksins er hafin enda dagar Trump í Hvíta húsinu brátt taldir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mörgum Repúblikönum mikið áfall að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skyldi greinast með COVID-19 fyrir helgi. Óhætt er að segja að þetta hafi verið eins og jarðskjálfti fyrir flokkinn. Síðan fylgdu eftirskjálftarnir þegar fleiri Repúblikanar, úr fremstu röð flokksins, fóru að greinast með veiruna, þar á meðal þingmenn, kosningastjóri Trump og annað áhrifafólk innan flokksins.

Í umfjöllun Washington Post er bent á að mánuðum saman hafi Trump og margir samflokksmenn hans gert lítið úr hættunni, sem stafar frá kórónuveirunni, og hafi neitað að sýna aðgæslu og nota grímur, stunda félagsforðun og fleira.

„Það var örvænting áður en þetta fór í gang en nú erum við eiginlega heimski flokkurinn,“

er haft eftir Edward J. Rollins, formanni stuðningssamtaka Trump, PAC Great America.

„Frambjóðendur verða nú að verja sig daglega og svara hvort þeir séu sammála hinu eða þessu sem forsetinn gerði varðandi veiruna. Forsetinn og fólkið í kringum hann gerðu lítið úr reglunum,“

er haft eftir Michael Steel Repúblikana og fyrrum ráðgjafa John Boehner forseta fulltrúadeildarinnar.

Margir Repúblikanar hafa látið lítið fyrir sér fara eftir að tilkynnt var að Trump væri smitaður og halda sig til hlés í þeirri von að Trump snúi fljótt aftur og að kjósendur refsi þeim ekki harkalega þann 3. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin