Nýju aðgerðirnar taka gildi á miðvikudaginn ef Andrew Cuomo, ríkisstjóri, samþykkir þær. Síðustu mánuði hefur hömlum verið aflétt í þrepum í borginni en hún og ríkið voru áður miðpunktur heimsfaraldursins í Bandaríkjunum.
Í þeim níu hverfum, þar sem takmarkanir verða nú hertar, hafa að minnsta kosti þrjú prósent allra sýna verið jákvæð síðustu vikuna. New York Times skýrir frá þessu.
Í 11 öðrum hverfum þar sem smitum fer einnig fjölgandi verður gripið til vægari aðgerða að sinni. Borgarstjórinn sagði að hann vilji taka á vandanum með því að nota þau verkfæri sem vitað er að virka.
Í hverfunum níu í Brooklyn og Queens mega veitingastaðir ekki taka við gestum, hvorki innandyra né utan. Í besta falli vara þessar aðgerðir í 14 daga en skólar, fyrirtæki og veitingastaðir gætu þurft að hafa lokað næsta mánuðinn.
Í mörgum umræddum hverfum búa margir gyðingar en veiran hefur náð mikilli útbreiðslu þeirra á meðal að undanförnu en margir hafa sótt hátíðir gyðinga að undanförnu.