fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Óþarflega há dánartíðni af völdum annarra sjúkdóma en COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. október 2020 18:00

Það eru hugsanlega tengsl á milil hjartavandamála og svefnvanda. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars þar til í júní á þessu ári létust tæplega 30.000 manns í Englandi og Wales af hjarta- og æðasjúkdómum og blóðtöppum í heila. Á þessum tíma var heimsfaraldur kórónuveirunnar í fullum gangi og mikil athygli á honum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Leeds sýna að 2.085 óþarfa dauðsföll hafi orðið á þessu fjórum mánuðum.

Það þýðir einfaldlega að 2.000 of margir létust af völdum fyrrgreindra sjúkdóma en venjulega. Í fréttatilkynningu frá vísindamönnunum kemur fram að þeir telji að þessi „auka“ dauðsföll hafi orðið vegna þess að fólk leitaði sér ekki aðstoðar hjá heilbrigðiskerfinu. Annað hvort af því að það var hrætt við að smitast af COVID-19 eða þá að það fékk ekki tilvísun í þá meðferð sem það þurfti á að halda. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll.

Rannsóknin sýnir að 29.969 létust á þessum fjórum mánuðum af völdum fyrrgreindra sjúkdóma. Það er 8% fleiri en að meðaltali í þessum sömu mánuðum síðustu sex ár. Einnig fjölgaði þeim sem létust heima frekar en á sjúkrahúsum.

Á þessum tíma hafði ríkisstjórnin gripið til harða ráðstafana vegna kórónuveirunnar og beðið fólk um að „vera heima“. Vísindamennirnir vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar geti beint sjónum fólks að því að það eigi að leita sér læknisaðstoðar ef það veikist skyndilega, jafnvel þótt samfélaginu hafi verið lokað að stórum hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki