fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ótrúlegar fjárhæðir streyma í kosningasjóði Demókrata

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. október 2020 20:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verður væntanlega sú dýrasta í sögunni. En það er líka kosið til þings og ýmissa embætta víða um landið og þar er háum fjárhæðum einnig eytt. Demókratar hafa sótt sér ótrúlegar upphæðir í kosningasjóði sína og er mikill munur á framlögum til þeirra og Repúblikana að þessu sinni.

Kosningaframboð Joe Biden hefur fengið háar fjárhæðir í styrki, meðal annars frá áhrifafólki í bandarísku viðskiptalífi. En sumum þingmönnum gengur einnig vel að afla fjár. Þar má nefna Jaime Harrison sem býður sig fram til öldungadeildarinnar í Suður-Karólínu. Þar tekst hann á við Repúblikanann Lindsey Graham. Fyrir ekki svo löngu hefðu flestir talið þetta dauðadæmt framboð hjá Harrison því Graham er sitjandi öldungadeildarþingmaður og harður stuðningsmaður Donald Trump. En miðað við fjárframlögin þá virðast margir reiðubúnir til að styðja Harrison í baráttunni. Á þriðja ársfjórðungi aflaði framboð hans 57 milljóna dollara í styrki. Uppistaðan eru litlir styrkir, að meðaltali upp á 37 dollara. Upphæðin er svo há að það er eiginlega vandséð að Harrison takist að eyða henni allri.

Ef Harrison, sem er svartur, sigrar sest hann í sæti sem áður „tilheyrði“ Strom Thurmond sem var ákafasti talsmaður aðskilnaðar kynþáttanna á Bandaríkjaþingi.

En víðar í Bandaríkjunum eru Repúblikanar langt á eftir Demókrötum í fjársöfnun vegna kosninganna. Þetta er ný staða því flokkurinn hefur yfirleitt verið flokkur fjármagnseigendanna sem hafa dælt fé í hann. En nú er staðan önnur og hugsanlega tengist það óánægju margra með Donald Trump og störf hans.

Í mars átti framboð Joe Biden 12 milljónir dollara en framboð Trump átti þá 94 milljónir. En síðan þá hefur staðan gjörbreyst og í byrjun október átti framboð Biden 177 milljónir en framboð Trump 63 milljónir.

Þetta hefur gert framboð Biden að yfirburðaframboði hvað varðar möguleikana á að auglýsa í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Í september eyddi framboð hans 173 milljónum í sjónvarpsauglýsingar en framboð Trump 69 milljónum eftir því sem Advertising Analytics gagnabankinn segir.

Hugveitan Center for Responsive Politicsw telur að kosningabaráttan í Bandríkjunum geti kostað 11 milljarða dollara að þessu sinni. 2016 var kostnaðurinn 6,5 milljarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn