Allt er þetta liður í þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að gera danskt samfélag umhverfisvænna. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Mötuneyti á vegum ríkisins bera fram um 800.000 máltíðir á dag.
Fram að þessu hefur ríkið haft verðið að leiðarljósi við innkaup en framvegis á einnig að taka tillit til umhverfismála og áhrifa á loftslagið. Ríkið mun einnig greiða í sérstakan sjóð, Klimaskovfonden, fyrir hverja flugferð sem opinberir starfsmenn fara í.
Einnig verður ríkisstofnunum skylt að kaupa vörur eins og klósettpappír, handþurrkur, þrifaefni og annað álíka sem hafa hlotið umhverfisvottun.
Stefnt er að því að frá 2030 noti öll ökutæki hins opinbera endurnýjanlega orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytist. Ökutæki lögreglunnar og sjúkrabílar verða þó undanþegnir þessu.