fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Tveir kjötlausir dagar í viku í mötuneytum á vegum danska ríkisins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 05:24

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri innkaupastefnu fyrir danska ríkið, sem ríkisstjórn jafnaðarmanna hefur lagt fram, kemur fram að tvo daga í viku eiga mötuneyti í ríkisstofnunum að vera kjötlaus, það er að segja þá verður ekki boðið upp á neitt kjötmeti. Einnig mega mötuneytin aðeins bjóða upp á nauta- eða lambakjöt einu sinni í viku.

Allt er þetta liður í þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að gera danskt samfélag umhverfisvænna. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Mötuneyti á vegum ríkisins bera fram um 800.000 máltíðir á dag.

Fram að þessu hefur ríkið haft verðið að leiðarljósi við innkaup en framvegis á einnig að taka tillit til umhverfismála og áhrifa á loftslagið.  Ríkið mun einnig greiða í sérstakan sjóð, Klimaskovfonden, fyrir hverja flugferð sem opinberir starfsmenn fara í.

Einnig verður ríkisstofnunum skylt að kaupa vörur eins og klósettpappír, handþurrkur, þrifaefni og annað álíka sem hafa hlotið umhverfisvottun.

Stefnt er að því að frá 2030 noti öll ökutæki hins opinbera endurnýjanlega orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytist. Ökutæki lögreglunnar og sjúkrabílar verða þó undanþegnir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans