Hún sagði að 10 til 15 af líkunum virðist vera af konum en það hefur ekki verið staðfest endanlega.
Grafirnar fundust nærri Barrio de San Juan í Salvatierra í suðurhluta ríkisins. Þetta er stærsti líkfundurinn til þessa í Guanajuato. Morðtíðnin í ríkinu hefur verið ein sú hæsta í Mexíkó á síðustu árum vegna átaka eiturlyfjahringa.
Yfirvöldum var bent á hugsanlega staðsetningu grafanna fyrir um tveimur vikum og síðustu níu daga hefur lögreglan unnið að uppgreftri á svæðinu.
Frá því að Felipe Calderon, þáverandi forseti, lýsti yfir stríði gegn eiturlyfjahringjunum árið 2006 hefur ofbeldið í landinu kostað rúmlega 200.000 manns lífið.
Í Guanajuato skráðu yfirvöld 2.250 morð á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta er 25% aukning frá sama tíma á síðasta ári.