fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Harris gagnrýnir Trump harðlega fyrir „kórónuleyndarmál“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 12:30

Kamala Harris

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris, sem er varaforsetaefni Demókrata í bandarísku forsetakosningunum sem fara fram næsta þriðjudag, var ekki að skafa utan af því á kosningafundi í Arizona á miðvikudaginn. Hún sagði að mun færri hefðu látist ef Trump hefði brugðist öðruvísi við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Nú hafa rúmlega 225.000 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum.

Bæði Trump og Harris héldu kosningafundi í Arizona á miðvikudaginn en skoðanakannanir sýna að Trump er með meira fylgi í ríkinu en Joe Biden, forsetaefni Demókrata.

Harris hélt „aktu-inn“ kosningafund í Phoenix þar sem fólk var hvatt til að halda sig í bílum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Tónlistarkonan Alicia Keys var á sviðinu með henni.

„Það eru sex dagar til kosninga. Við vitum öll hvað er undir. Við verðum að hafa forseta sem hefur að meginmarkmiði að tryggja að landsmenn hafi það gott og hafi það sem þeir þurfa. Það sem við höfum séð til Trump er það versta sem við höfum séð til nokkurrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum,“

sagði Harris sem ræddi um heimsfaraldurinn og vandræði heilbrigðiskerfisins.

„Rúmlega 225.000 hafa látist. Það er mikilvægt að átta sig á að þetta hefði ekki þurft að vera svona slæmt. Við vitum að forsetinn var strax í janúar upplýstur um hversu hættuleg veiran er. Hann og varaforsetinn vissu hversu smitandi og hættuleg hún er, en þeir leyndu því. Hvað hefðum við hin gert í janúar ef við hefðum vitað hversu hættuleg hún var? Við hefðum undirbúið okkur á annan hátt ef við hefðum vitað það sem forsetinn vissi. Þeir vissu þetta en sögðu ekkert.“

Hún gagnrýndi einnig tilraunir Trump til að gera út af við Obamacare í hæstarétti en rétturinn tekur málið fyrir fljótlega.

„Þeir reyna að svipta fólk sjúkratryggingum sínum í miðri heilbrigðiskrísu,“

sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“