fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Handtekinn eftir að hafa ausið peningum yfir fólk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 16:05

Kínversk yuan. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Chongqing, í suðvesturhluta Kína, handtók nýlega karlmann eftir að hann hafði látið peningaseðlum rigna yfir vegfarendur frá íbúð sinni á þrítugustu hæð fjölbýlishúss. Lögreglan segir að maðurinn hafi verið undir áhrifum metamfetamíns.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sagt að maðurinn, sem er 29 ára, hafi verið „í transi“ eftir neyslu metamfetamíns og hafi byrjað að láta peningum rigna yfir vegfarendur.

Á upptökum á samfélagsmiðlum má sjá að umferðin um götuna stöðvaðist þegar fólk fór út úr bílum sínum og reyndi að fanga peningaseðlana.

Lögreglan sagði í yfirlýsingu að maðurinn sé í haldi og sé farinn í fíkniefnameðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn