fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Átta ákærðir fyrir að ætla að neyða kínverska fjölskyldu til að fara aftur til Kína frá Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta hafa verið ákærðir fyrir aðild að samsæri á vegum kínverskra stjórnvalda í Bandaríkjunum. Hinir ákærðu eru sagðir hafa ætlað að þvinga kínverska fjölskyldu, sem býr í Bandaríkjunum, til að snúa aftur til Kína þar sem fjölskyldan á ákæru yfir höfði sér.

Fimm voru handteknir vegna málsins á miðvikudaginn en talið er að þrír séu í Kína að sögn embættismanna í dómsmálaráðuneytinu.  Fólkið var handtekið í New Jersey, New York og Kaliforníu. Meðal hinna handteknu er bandarískur einkaspæjari. The Guardian skýrir frá þessu.

Á fréttamannafundi sagði John Demers, aðstoðardómsmálaráðherra, að hinir grunuðu tengdust allir alþjóðlegri kínverskri áætlun sem nefnist „Fox Hunt“ en hún miðast að því að finna fólk sem kínversk stjórnvöld vilja hafa uppi á. Kínverjar segja sjálfir að áætlunin snúist um baráttu gegn spillingu og markmiðið sé að hafa uppi á flóttafólki og flytja það til Kína þar sem það svari til saka.

Demers sagði að í mörgum tilvikum sé verið að leita að andstæðingum kommúnistaflokksins vegna skoðana þeirra og það sé skýrt brot á alþjóðalögum.

Í ákærunni kemur fram að fólkið hafi ætlað að neyða fyrrum opinberan starfsmann í Kína, eiginkonu hans og dóttur þeirra til að snúa aftur til Kína. Þau hafa búið í Bandaríkjunum síðan 2010. Fjölskyldan var að sögn áreitt og hótað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist