Varla því reikna má með að margir séu ekki sérstaklega duglegir við að þrífa farsíma sína en þeir eru nú sannkallaðar bakteríusprengjur. Í umfjöllun um þetta hefur Jótlandspósturinn eftir Hans Jørn Kolmos, prófessor í klínískri örverufræði við Syddansk háskólann, að farsímar séu stórt vandamál þegar kemur að þrifum.
Hann sagði að ekki væri hægt að bera farsíma saman við aðra hluti því hann sé einstakur og safni á sig bakteríum og veirum af fingrum okkar og bakteríum frá munni og nefi þegar við tölum í símann. Hann sagði að oft væri það þannig að fólk þrífi klósett sín oftar og betur en farsímana. Rétt sé að hafa í huga að ef við sjáum drullu á símanum þá sé það ávísun á að örverur og veirur séu á honum.
Hann sagði að best væri að hugsa um símann þegar kemur að persónulegu hreinlæti og þrífa hann daglega, svipað og skipt er um sokka og nærföt.