fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Sífellt meira geimrusl veldur vandræðum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. október 2020 20:00

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega geimstöðin (ISS) er á braut um jörðina í um 420 km hæð. Hún fer sextán hringi um jörðina á sólarhring en hraði hennar er 28.000 km/klst. Nýlega bárust fréttir af því að breyta hefði þurft stefnu hennar vegna aðsteðjandi hættu frá geimrusli. Geimfararnir um borð gerðu sig klára til að yfirgefa geimstöðina ef allt færi á versta veg en sem betur fer tókst stjórnendum hjá bandarísku og rússnesku geimferðastofnunum að breyta braut hennar aðeins og sneiða þannig hjá geimruslinu. Það fór síðan hjá í um 1,4 km fjarlægð.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA telur að ruslið sé frá japönskum gervihnetti sem brotnaði í 77 hluta á síðasta ári, þeir þeytast nú um himininn. Þetta var í þriðja sinn á árinu sem breyta þurfti stefnu geimstöðvarinnar vegna geimrusls. Frá því að hún fór á braut um jörðina 1999 hefur þurft að gera þetta 25 sinnum.

Sífellt fleiri manngerðir hlutir eru í geimnum, gervihnettir og eldflaugar sem þjóta um á ógnvænlegum hraða og geta valdið miklu tjóni. Á meðal þess sem vitað er að er á braut um jörðina eru skrúfjárn og spartlspaði. Einnig er eitthvað um málningu sem hefur flagnað af en hún getur valdið miklu tjóni ef hún rekst á eitthvað því hún þýtur um á 35.000 km/klst.

Nútímasamfélagið verður sífellt háðara ýmsu í geimnum, til dæmis gervihnöttum sem tryggja fjarskiptasamband og GPS-staðsetningarkerfinu. Nú eru um 2.000 virkir gervihnettir á braut um jörðina og um 3.000 sem ekki eru í notkun. Margir þeirra eru í undir 600 km hæð og ástandið versnar sífellt.

Elon Musk hyggst senda mörg þúsund nýja gervihnetti á loft á næstu árum en það er hluti af Space-X verkefni hans. Auk þess fjölgar þeim ríkjum sem láta til sín taka í geimnum.

Evrópska geimferðastofnunin ESA segir að hugsanlega sé ekki svo langt þangað til allt að 50.000 gervihnettir verði á braut um jörðina. Allri þessar umferð fylgir rusl. Ef allt færi á versta veg yrði fjöldaárekstur í geimnum þar sem margir hlutir myndu rekast saman og úr yrði allsherjar óreiða sem myndi í raun gera geiminn óaðgengilegan fyrir mönnuð geimför. Þannig værum við búin að loka okkur frá því að kanna geiminn með mönnuðum geimferðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni