Raniere sýndi engin merki iðrunar, þvert á móti. Áður en dómurinn var kveðinn upp sögðu lögmenn hans að hann sæi ekki eftir því sem hann hefði gert.
Dómurinn er endapunkturinn er á áralöngum afhjúpunum á sjálfshjálparprógrammi Raniere, sem nefnist NXIVM. Þátttakendur greiddu mörg þúsund dollara fyrir að taka þátt í því. Það voru aðeins útvaldir aðilar sem fengu að taka þátt.
15 vitni komu fyrir dóm og skýrðu frá reynslu sinni af sjálfshjálparprógramminu og samskiptunum við Raniere.
„Þú ert enginn leiðtogi, mentor eða gúru. Þú ert lygari, sníkjudýr og svikahrappur,“
var meðal þess sem vitnin sögðu um hann.
Meðal félaga í NXIVM voru Hollywoodstjörnur og milljónamæringar.
Sjálfshjálparprógramminu hefur verið lýst sem samansuðu af mismunandi sjálfshjálparaðferðum og ýmsum stefnum, til dæmis þeirri sem starfsemi Vísindakirkjunnar byggir á. Við hlið sjálfshjálparprógrammsins starfrækti Raniere hliðarverkefni sem aðeins konur fengu að taka þátt í. Sá hópur nefndist DOS og var skipt upp í „drottnara“ og „þræla“ og stýrði Raniere starfseminni sjálfur.