Samkvæmt frétt Dagbladet þá hefur lögmaður Hagen ráðlagt honum að mæta ekki til yfirheyrslu á nýjan leik. Það gerði hann í kjölfarið á handtöku Hagen en hann var handtekinn í apríl á þessu ári, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína eða að eiga hlut að máli hvað varðar hvarf hennar og morð. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.
Síðustu samskipti lögreglunnar og Hagen voru þann 3. júní en þá mætti hann í samtal í höfuðstöðvum Kripos í Osló. Eftir það hefur hann ekki viljað eiga nein samskipti við lögregluna.
Dagbladet hefur eftir Agens Beate Hemiø, lögreglufulltrúa, að það sé réttur Hagen að mæta ekki í yfirheyrslur og það verði lögreglan að virða. Hún vilji þó yfirheyra hann á nýjan leik því það sé mikilvægt fyrir rannsókn málsins.