The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að bóluefnið valdi einnig litlum aukaverkunum hjá eldra fólki.
Bóluefni, sem virkar gegn veirunni, er talið munu breyta baráttunni gegn henni en hún hefur orðið 1,15 milljónum að bana fram að þessu og rústað efnahag margra landa auk þess sem líf milljarða manna hefur farið úr skorðum.
Haft er eftir talsmanni Astra Zeneca að það sé hvetjandi að sjá að svipuð ónæmisviðbrögð hafi orðið hjá eldri og yngri fullorðnum og að aukaverkanir hafi verið vægar hjá þeim eldri.
Þess er vænst að bóluefnið, sem heitir AZD1222, verði eitt fyrsta bóluefnið sem verður samþykkt til notkunar ásamt bóluefnum frá Pfizer og BioNTech.