fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 07:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. WHO segir að Evrópuríki þurfi að bæta mikið í.

Þetta kom fram á fréttamannafundi WHO á mánudaginn en þar var meðal annars rætt um þá staðreynd að í fjölda Evrópuríkja hafa met, hvað varðar fjölda daglegra smita, fallið hvert á fætur öðru að undanförnu.

Á Spáni og í Frakklandi hafa að undanförnu greinst rúmlega 50.000 smit á sólarhring. Þá hefur sá dapurlegi áfangi náðst að rúmlega 250.000 hafa látist af völdum veirunnar í Evrópu.

Þessi þróun veldur Mike Ryan, hjá WHO, áhyggjum.

„Núna er veiran á undan okkur í Evrópu. Ef við eigum að breyta stöðunni á nýjan leik verðum við að auka hraðann í aðgerðum okkar,“

sagði hann.

Í Evrópuríkjunum 46 eru 46% allra smita á heimsvísu og tæplega þriðjungur dauðsfalla sagði Ryan. Hann sagði jafnframt að frönsk sjúkrahús hafi staðið sig vel í að auka getu gjörgæsludeilda og að dánartíðnin vegna COVID-19 sé „lág, mjög lág“.

„En við sjáum mörg tilfelli, við sjáum sjúkdóm sem breiðist út, við sjáum mjög hátt hlutfall jákvæðra sýna og skorti á getu hvað varðar að rekja smitin. Mörg lönd standa frammi fyrir hörðum sóttvarnaaðgerðum á næstu vikum með lokunum. Það er staða sem ekkert land tekur fagnandi, það er ég viss um,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut