fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hún gæti orðið martröð Donald Trump en er heldur ekki samvinnuþýð við Demókrata

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 05:23

Kyrsten Sinema. Mynd: EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins einu sinni frá 1948 hefur meirihluti kjósenda í Arizona kosið frambjóðanda Demókrata til forsetaembættisins frekar en frambjóðanda Repúblikana. Það var 1996 þegar Bill Clinton sigraði í ríkinu. En Joe Biden og kosningateymi hans vonast nú til að geta leikið þetta eftir. Ef Biden sigrar í ríkinu fær hann 11 kjörmenn og nær þá að stela þeim fyrir framan nefið á Trump enda ríkið almennt talið öruggt vígi Repúblikana. En vonir Biden og hans fólks velta á Kyrsten Sinema.

 Hún er 44 ára öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins fyrir Arizona. Hún var kjörin á þing fyrir tveimur árum og rauf þá 30 ára „bölvun“ sem virtist hafa hvílt á flokknum í Maricopa County en þar fékk hún meirihluta atkvæða. Úrslitin í ríkinu ráðast einmitt oft í Maricopa County en þar er stórborgin Phoenix og þar voru 60% atkvæða í ríkinu greidd í forsetakosningunum 2016.

En hver er Kyrsten Sinema? Það höfðu kannski ekki margir heyrt um hana þar til hún bauð sig fram gegn Martha McSally, Repúblikana, í kosningunum 2018. Sinema fékk 38.000 fleiri atkvæði en McSally. Hún varð þar með fyrsti þingmaður Demókrata fyrir Arizona í öldungadeildinni í 30 ár og um leið varð hún fyrsti tvíkynhneigði þingmaður sögunnar í öldungadeildinni.

Það er þessi sigur Sinema sem hefur vakið vonir Demókrata um að nú sé staðan breytt í Arizona og að Biden takist að sigra þar.

Kyrsten Sinema fyrir miðju. Mynd:EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Þrátt fyrir að vinsældir Sinema í Arizona séu miklar og að hún geti hugsanlega orðið martröð Donald Trump og sú sem tryggir Biden tilskilinn fjölda kjörmanna þá er hún ekki dæmigerður Demókrati. Hún fer nefnilega sínar eigin leiðir.

Frá því að hún settist á þing 2019 hefur hún í 51,9% tilfella greitt atkvæði með frumvörpum sem Trump hafa hugnast. Þetta er næst hæsta hlutfallið hjá þingmönnum Demókrata í öldungadeildinni. Flokksbræður hennar segja hana fara eigin leiðir.

„Ég hef ekki haft mikið af henni að segja. Hún fer sínar eigin leiðir,“

sagði Jon Tester, öldungadeildarþingmaður í Montana, í samtali við Politico.

Sinema er sama sinnis:

„Allir vita að ég er mjög óháð og að það gagnast ekki sérstaklega vel að reyna að sannfæra mig um annað.“

Skoðanakannanir sýna að mjótt er á munum á milli Trump og Biden í Arizona. Biden mælist með 48% fylgi og Trump með 46%. Ef Biden tekst að sigra í ríkinu munu vinsældir Sinema þar aukast enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki