Merkið er hægt að nota fyrir burðargjald upp að 2,75 evrum en það er selt á 5,5 evrur eða tvöföldu burðargjaldsverði. Umframupphæðin rennur til góðgerðarmála.
Merkið er selt í örkum sem eru 10 sm á breidd eða einn tíundi af 1 metra reglunni sem gildir varðandi félagsforðun í Austurríki. Litli fíllinn er notaður í áróðursherferðum fyrir félagsforðun og prýðir hann frímerkið.
Merkið er prentað á þriggja laga klósettpappír en það er bein tenging við hamstur fólks á klósettpappír fyrr á árinu.