fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 22:30

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Mexíkó hafa fram að þessu staðfest að 89.000 hafi látist af völdum COVID-19 þar í landi. En hin raunverulega dánartala er líklega mun hærri eða um 140.000. Heilbrigðisráðuneyti landsins viðurkennir þetta.

Fram til 26. september voru dauðsföll í landinu 193.170 fleiri en þau hefðu átt að vera í venjulegu árferði. Þetta er reiknað út með því að bera fjölda dauðsfalla á ákveðnu tímabili saman við fjölda dauðsfalla á sama tíma árin á undan.

Talið er að rúmlega 139.000 af þessum umframdauðsföllum tengist COVID-19 eða 50.000 fleiri en opinberar tölur segja til um. Yfirvöld hafa viðurkennt að ekki sé alltaf kannað hvort COVID-19 hafi orðið fólki að bana þegar lík eru krufin og dánarvottorð gefin út. Þau höfðu áður sagt að líklega hefðu um 104.000 látist af völdum kórónuveirunnar en viðurkenna nú að líklega sé talan um 140.000.

Mexíkó er í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem faraldurinn hefur orðið flestum að bana. Bandaríkin eru í efsta sæti þessa lítt eftirsóknarverða lista með 225.000 dauðsföll. Brasilía kemur þar næst með um 157.000 dauðsföll og Indland þar á eftir með um 120.000. Mexíkó er í fjórða sæti með 89.000 dauðsföll en ætti kannski frekar að vera í því þriðja með 139.000 dauðsföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“