News.com.au skýrir frá þessu. Fram kemur að Stantic spái því að Trump fái 270 kjörmenn og byggir hann það á því að Trump muni sigra í sveifluríkjunum svokölluðu og því skipti engu máli þótt Biden fái fleiri atkvæði í heildina, eins og Hillary Clinton gerði í kosningunum 2016 en hún fékk rúmlega einni milljón fleiri atkvæði en Trump en bara í „röngum“ ríkjum.
Stantic kom með nýja spá um úrslitin í síðustu viku eftir síðari kappræður Biden og Trump og veikinda Trump af völdum COVID-19. Hann byggði spá sína á úrslitum í sveifluríkinu Flórída.
„Staðan hefur ekki breyst frá því í síðasta mánuði en Trump hefur í raun styrkt stöðu sína í Flórída. Það er ástæða til að ætla að það sé þróun sem einnig eigi við í öðrum ríkjum,“
sagði Stantic.
Það er kannski ástæða til að taka mark á spá hans því fyrir kosningarnar 2016 spáði hann rétt fyrir um úrslitin í 49 ríkjum af 50. Hann spáði einnig fyrir um sigur Brexitsinna í kosningunum um Brexit á sínum tíma.