fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Opna verslanir og veitingastaði í Melbourne eftir 87 daga lokun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 08:35

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti í kvöld, að staðartíma, geta íbúar í Melbourne í Ástralíu fagnað því að umfangsmikilli lokun á margvíslegri samfélagsstarfsemi verður aflétt. Því geta tæplega 5 milljónir íbúar borgarinnar upplifað frelsi á nýjan leik.

Daniel Andrews, forsætisráðherra í Viktoríuríki, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gær.

„Ég er mjög glaður yfir að geta tilkynnt að frá klukkan 23.59 á þriðjudaginn má opna verslanir á nýjan leik. Veitingahús, hótel, kaffihús og barir munu einnig opna á nýjan leik,“

sagði hann.

Á miðvikudaginn eru 87 dagar síðan gripið var til harðra aðgerða í Melbourne og nágrenni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fólk mátti ekki fara lengra en 5 km frá heimili sínu og útgöngubann var sett að næturlagi. Dpa skýrir frá þessu.

Gripið var til þessara aðgerða í kjölfar mikillar aukningar á smitum en þau breiddust út frá hótelum þar sem fólk var í sóttkví eftir komuna frá útlöndum.

En frá miðnætti á miðvikudaginn verður lífið líkara því sem það var áður í Melbourne en borgarbúar þurfa þó að sæta ferðatakmörkunum sem gilda í 25 km radíus frá heimili þeirra þar til þann 8. nóvember.

Andrews tilkynnti um tilslakanirnar eftir að ekkert nýtt smit greindist í gær en það var í fyrsta sinn síðan 9. júní sem það gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“