fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hryllingur COVID-19 í Rússlandi – „Lík, lík alls staðar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 05:40

Eins og sjá má er ástandið hræðilegt. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur heilbrigðisstarfsmaður hefur svipt hulunni af þeim skelfilega tolli sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, er að taka í landinu. Hann tók myndir af tugum líka sem var búið að pakka inn í svarta poka.

„Lík, alls staðar, lík, lík,“ heyrist maðurinn segja á upptöku þar sem hann leiðir áhorfendur í gegnum anddyri og krufningarstofu en hún er nú notuð til að geyma lík. Myndbandið var tekið í Novokuznetsk í Síberíu.

Rússar glíma nú við aðra bylgju faraldursins eins og margar aðrar þjóðir. Í gær var tilkynnt um 17.347 ný smit í landinu. Í heildina hafa rúmlega 1,5 milljónir smitast. Í gær var tilkynnt um 219 dauðsföll af völdum COVID-19 en það var lægsta talan í nokkrar vikur en grunur leikur á að ekki sé skýrt rétt frá tölum og að þær geti verið allt að þrisvar sinnum hærri. Daily Mail skýrir frá þessu.

https://www.youtube.com/watch?v=zsqqgPuxZ9M&ab_channel=WorldCobra

Í myndbandinu segir heilbrigðisstarfsmaðurinn meðal annars að anddyrið sé fullt af líkum og sýnir líkpoka á gólfinu. Eitt lík er ekki í poka og liggur undir teppi og standa fæturnir undan því.

„Þú getur hrasað og dottið. Við göngum bókstaflega yfir höfuð hinna látnu.“

Yfirvöld í Kemerovo hafa staðfest að upptakan sé ófölsuð og segja að vegna fjölda dauðsfalla hafi þurft að geyma um 50 lík í húsinu.

Svipaðar upptökur hafa verið birtar frá öðrum stöðum í Rússlandi og af COVID-19 sjúklingum sem neyðast til að hafa við úti í kulda á meðan þeir bíða eftir að komast að hjá lækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim