Seven News skýrir frá þessu. Fram kemur að ástralska lögreglan hafi málið nú til rannsóknar. Konurnar voru neyddar til að gangast undir skoðun hjá kvensjúkdómalækni í sjúkrabíl sem var komið fyrir á flugbrautinni eftir að barnið fannst.
Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í gær að ástralska ríkisstjórnin hafi tekið málið upp við sendiherra Katar. Hún sagði einnig að um „mjög sérstakan“ atburð hafi verið að ræða og að málið hafi verið kært til áströlsku lögreglunnar.
„Þessi atburður vekur miklar áhyggjur og er mjög óviðeigandi. Ég hef aldrei heyrt um neitt þessu líkt, ekki í neinu samhengi,“
sagði Payne og bætti við að ástralska ríkisstjórnin hafi komið sjónarmiðum sínum skýrt og greinilega á framfæri við ríkisstjórnina í Katar.
ABC segir að flugvallayfirvöld hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að enn hafi ekki verið borin kennsl á barnið og að það sé nú á sjúkrahúsi.