Hann segir að Trump hafi rétt fyrir sér með að það styttist í að bóluefni verði tilbúið og verði líklega tilbúið í árslok en að bólusetningin í Bandaríkjunum muni taka stóran hluta af næsta ári.
„Þegar rætt er um að bólusetja stóran hluta af íbúunum til að það hafi áhrif á útbreiðslu faraldursins þá verður það væntanlega á öðrum eða þriðja ársfjórðungi 2021 sem það næst,“
sagði hann í samtali við BBC.
Í kappræðum Trump við Joe Biden í síðustu viku sagði Trump að bóluefnið væri nánast á þröskuldinum og að hann myndi láta dreifa því með aðstoð hersins.
„Við erum að komast fyrir horn. Kórónuveiran er á leiðinni í burtu,“
sagði Trump.