fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 20:00

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að Joe Biden og Donald Trump takast á um forsetaembættið í Bandaríkjunum en forsetakosningarnar fara fram þann 3. nóvember næstkomandi. En fáir hafa kannski heyrt um aðra frambjóðendur en því fer fjarri að Trump og Biden séu einir í framboði. Meðal frambjóðendanna má finna ýmsa undarlega kvisti.

Það er auðvitað ekki auðvelt að bjóða sig fram í Bandaríkjunum ef fólk er ekki í Repúblikanaflokknum eða Demókrataflokknum en flokkarnir einoka stjórnmálalífið í landinu.

En auk Trump og Biden eru að minnsta kosti 1.218 aðrir sem sækjast eftir forseta- eða varaforsetaembættinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að sjö þeirra hafi uppfyllt skilyrði til að fá nöfn sín á kjörseðlana í fleiri en 10 ríkjum. Enginn þeirra er þó talinn eiga minnsta möguleika á að sigra í þessum ríkjum og hvað þá í Bandaríkjunum sem heild. En það þýðir ekki að framboð þeirra geti ekki haft áhrif þegar atkvæði verða talin.

Þekktasti frambjóðandinn er væntanlega tónlistarmaðurinn Kanye West sem er í framboði fyrir eigin flokk, The Birthday Party. Hann hefur öðru hvoru lýst yfir stuðningi við Trump en ekki er alveg ljóst hvort hann styðji hann enn. Miðað við það sem segir á heimasíðu framboðs hans þá vill West tryggja trúfrelsi og að bænir verði aftur teknar upp í skólum landsins en Hæstiréttur úrskurðaði árið 1962 að það brjóti gegn stjórnarskránni að bænir séu hluti af skólahaldi. Að auki er hægt að kaupa hettupeysu á 160 dollara á heimasíðunni.

Jo Jorgensen er í framboði fyrir Libertatrian flokkinn sem segist vera með 600.000 meðlimi. Nafn hennar er á kjörseðlum í öllum fimmtíu ríkjunum. Hún og flokkurinn vilja samfélag þar sem ríkisvaldið hefur eins lítil afskipti af fólki og hægt er og að frelsi einstaklingsins verði mikið. Flokkurinn vill til dæmis leggja skattstofuna niður og leyfa neyslu fíkniefna.

Fyrir Græningja er Howie Hawkins í framboði en hann hefur áður skilgreint sig sem „stjórnleysingja og kommúnista“. Kannanir sýna að hann nýtur um 1% fylgis en Jo Jorgensen um 2%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga