fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Pressan

Öfgahægrisinnar kaupa fasteignir í gamla Austur-Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 22:30

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir öfgahægrisinnar vilja koma sér upp skrifstofum á landsbyggðinni. Nú kaupa þeir fasteignir eða leigja í dreifbýli í því sem eitt sinn var Austur-Þýskaland. Í heildina eru nýnasistar og aðrir hópar öfgahægrisinna með 146 fasteignir á leigu eða eiga þær. Í þessum fasteignum halda þeir fundi, tónleika, skemmtanir, stunda bardagaíþróttir og breiða út lygar um atburði fortíðarinnar. Einnig hvetja þeir til ofbeldisverka. Allt án þess að fjölmiðlar eða lögreglan trufli starfsemina.

Í Sachsen segja yfirvöld að öfgahægrimenn eigi nú 23 byggingar og leigi fjórar til viðbótar. Óttast yfirvöld í fylkinu að þetta geti haft í för með sér „samþjöppun öfgahægrisinnaðra fjölskyldna í litlum bæjum“. Leyniþjónusta fylkisins er einnig áhyggjufull en í skýrslu hennar frá 2018 kemur fram að eignir öfgahægrimannanna í Sachsen séu „mikilvægar starfsstöðvar“ samtaka þeirra til langs tíma litið. Út frá þeim munu þeir reyna að breiða hugmyndafræði sína út sagði Dirk-Martin Christian, yfirmaður leyniþjónustu Sachsen, í samtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Samtök öfgahægrimanna reyna að fá ungt fólk til liðs við sig, til dæmis með því að bjóða upp á bardagaíþróttir.

„Þar eiga ungir karlmenn, sem hafna ríkisvaldinu og samfélaginu, að þjálfast leynilega til að berjast gegn lýðræðinu okkar,“

sagði Dirk-Martin Christian.

Í Thüringen, nágrannafylki Sachsen, eiga öfgahægrimenn minnst 25 fasteignir að sögn Christopher Lammert, talsmanns Mobit sem eru samtök sem ráðleggja leigusölum og fasteignaeigendum ef öfgahægrimenn vilja komast inn á fasteignamarkaðinn. Hann telur að það mikilvægasta fyrir öfgahægrimenn sé að hafa fasteignir til umráða þar sem þeir geta haldið tónleika og haft aðra viðburði sem blaðamenn og fréttamenn komast ekki inn á. Þá er ekki hægt að staðfesta hvað fer fram, til dæmis hvort hvatt sé til ofbeldisverka. Einnig er mikilvægt að hafa umráð yfir fasteignunum til að samtök öfgahægrimanna geti sjálf hirt allan aðgangseyri og stundum snýst þetta um peningaþvætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli drengs sem hvarf árið 2017

Vendingar í máli drengs sem hvarf árið 2017
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump náðaði þá – Nú vilja þeir ná fram hefndum

Trump náðaði þá – Nú vilja þeir ná fram hefndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handlangarar Hitlers elskuðu Argentínu – Nú á að opinbera leyndarmál nasistanna

Handlangarar Hitlers elskuðu Argentínu – Nú á að opinbera leyndarmál nasistanna