Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, telur að frá 26. janúar til 3. október hafi 299.028 fleiri látist en vænta mátti út frá tölfræðilegu sjónarhorni miðað við dauðsföll undanfarinna ára.
CDC kemur ekki með neina skýringu á þessu en segir að dauðsföll af völdum COVID-19, bæði bein og óbein, séu inni í þessum tölum. Rúmlega 220.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 til þessa samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum.
Washington Post segir að þessi fjöldi dauðsfalla geti einnig verið vegna þess að margir hafi látist af völdum annarra sjúkdóma því þeir hafi verið hræddir við að leita til lækna af ótta við kórónuveiruna. Einnig er talið að margir hafi látist af völdum COVID-19 þrátt fyrir að það sé ekki skráð á dánarvottorð þeirra.