fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segir að Trump hafi áttað sig á mikilvægi NATO

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. október 2020 18:30

Trump REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kay Bailey Hutchison, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, segir að bandalagið sé sterkara en áður vegna þess þrýstings sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á aðildarríkin. Hún segir jafnframt að Trump hafi áttað sig á að NATO sé „mjög mikilvægt“.

Þetta kemur fram í viðtali Sky News við Hutchison. Í viðtalinu kemur einnig fram að ef Trump verður endurkjörinn forseti muni hann virða skuldbindingu aðildarríkjanna um að koma hvert öðru til aðstoðar ef á þau er ráðist. Það ákvæði, grein 5 í sáttmála aðildarríkjanna, hefur aðeins einu sinni verið virkjað en það voru Bandaríkin sem gerðu það í kjölfar hryðjuverkaárásanna á landið í september 2001.

Hún segir að Trump hafi verið mjög afdráttarlaus með að biðja aðildarríkin að auka útgjöld sín til varnarmála og að það hafi styrkt NATO. Einnig sé vitað að það þurfi að gera meira til að NATO geti orðið sá öryggisventill sem þörf er á.

Trump sagði NATO vera „úrelt“ skömmu eftir að hann tók við embætti og hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu ef aðildarríkin uppfylltu ekki kröfur um að verja 2% af vergri landsframleiðslu til varnarmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“