fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fangar í Norður-Kóreu eru pyntaðir, sveltir og beittir kynferðisofbeldi – „Minna virði en dýr“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. október 2020 21:30

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Norður-Kóreu eru fangar minna virði en dýr í augum einræðisstjórnarinnar. Þeir eru látnir sæta pyntingum, eru sveltir, beittir kynferðisofbeldi og þvingaðir til að játa á sig sakir.

Þetta kom fram í viðtölum mannréttindasamtakanna Human Rights Watch (HRW) við 15 fyrrum fanga í landinu en upplýsingarnar koma fram í nýrri skýrslu frá samtökunum. Í skýrslunni er meðferð á föngum lýst ítarlega.

Fram kemur að fangar séu sendir í yfirfull fangelsi þar sem alltof margir séu hafði saman í klefum þar sem þrifnaði sé ábótavant. Fólk er neytt til að játa sakir og neitað um mat og fatnað.

Phil Robertson, framkvæmdastjóri HRW í Asíu sagði að fangar svelti beinlínis í hel nema þeir geti mútað fangavörðum til að leyfa fjölskyldum sínum að senda þeim mat.

Einn fanganna, sem rætt var við, sagði að fangar séu einfaldlega „minna virði en dýr“

Skýrslan er byggð á samtölum við 15 fyrrum fanga, konur og karla, auk fyrrum embættismanna sem þekkja til réttarvörslukerfisins í landinu. Allir viðmælendurnir eru Norður-Kóreumenn sem flúðu land eftir 2011 en þá tók Kim Jong-un, núverandi einræðisherra, við völdum.

Robertson sagði að fólk sem er með góð pólitísk sambönd eða með nægilega peninga til að múta lögreglumönnum, fangavörðum og saksóknurum eigi möguleika á að þeim og fjölskyldum þeirra verði hlíft. Flestir geti búist við að sæta pyntingum, að vera neyddir til að játa sakargiftir og að vera troðið í yfirfulla fangaklefa. Þá eigi konur á hættu að vera nauðgað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti