Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að salan þjóni bæði öryggishagsmunum Bandaríkjanna sem og efnahagslegum hagsmunum því salan styrki tilraunir Taívan til að nútímavæða her sinn og hafa getu til að verja sig. Auk sölu á loftvarnaflaugunum hefur ráðuneytið samþykkt sölu á tveimur vopnakerfum til Taívan.
Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá 1949 en Kínverjar telja þetta lýðræðisríki vera hluta af Kína. Kínverjar hafa aukið þrýsting sinn á Taívan á síðustu árum. Eftirlits- og herflugvélar Kínverja hafa flogið inn í lofthelgi Taívan og kínversk herskip hafa siglt nálægt landhelgismörkunum.
Bandaríkin líta á Taívan sem mikilvægan „útvörð“ lýðræðis og samkvæmt lögum er ríkisstjórn landsins skylt að sjá Taívan fyrir búnaði til að landið geti varið sig.