Það var viðskiptavinur, sem var að taka peninga út úr hraðbanka, sem sá til dýranna á miðvikudaginn eftir því sem ABC Eyewitness News segir. Á myndum sem viðskiptavinurinn tók sjást þvottabirnirnir spóka sig í bankanum og sitja á borði.
Það skemmdi þó væntanlega ánægju þeirra af „bankaráninu“ að einhver hringdi í dýraverndunarsamtökin the Society for the Prevention of Cruelty to Animals sem sendi fólk á vettvang.
Eftir 10 mínútna eltingarleik tókst að koma dýrunum út.
Vettvangsrannsókn leiddi í ljós að dýrin höfðu klifrað upp tré, sem er við hlið bankans, og þaðan inn í loftstokkinn þaðan sem þau duttu niður á gólfið. Það voru loppuför á trénu sem komu upp um hvaða leið þvottabirnirnir fóru. Ljóst er að þeir verða ekki sóttir til saka.