fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Óvenjulegir grímuklæddir bankaræningjar – Verða ekki sóttir til saka

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 05:45

Hér sjást sökudólgarnir. Mynd:Peninsula Humane Society & SPCA (PHS/SPCA)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir „grímuklæddir“ ræningjar brutust nýlega inn í banka í Redwood City í Kaliforníu. Aðferðir þeirra voru eins og í æsispennandi kvikmyndum, þeir skriðu eftir loftstokkum og duttu síðan niður á gólf. Um tvo þvottabirni var að ræða.

Það var viðskiptavinur, sem var að taka peninga út úr hraðbanka, sem sá til dýranna á miðvikudaginn eftir því sem ABC Eyewitness News segir. Á myndum sem viðskiptavinurinn tók sjást þvottabirnirnir spóka sig í bankanum og sitja á borði.

Er hann að leita að verðmætum eða mat? Mynd:Peninsula Humane Society & SPCA (PHS/SPCA)

Það skemmdi þó væntanlega ánægju þeirra af „bankaráninu“ að einhver hringdi í dýraverndunarsamtökin the Society for the Prevention of Cruelty to Animals sem sendi fólk á vettvang.

Eftir 10 mínútna eltingarleik tókst að koma dýrunum út.

Vettvangsrannsókn leiddi í ljós að dýrin höfðu klifrað upp tré, sem er við hlið bankans, og þaðan inn í loftstokkinn þaðan sem þau duttu niður á gólfið. Það voru loppuför á trénu sem komu upp um hvaða leið þvottabirnirnir fóru. Ljóst er að þeir verða ekki sóttir til saka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga