Um endurgerð af málverki eftir Claude Monet er að ræða en Banksy bætti ákveðnum atriðum við á myndinni. Hún heitir Show Me The Monet og var máluð 2005. Á hana bætti Banksy tómum innkaupakerrum og umferðarkeilu.
Uppboðið á myndinni stóð yfir í níu mínútur og voru það fimm kaupendur sem börðust um hana. Þetta er næst dýrasta myndin eftir Banksy sem seld hefur verið. Sú dýrasta heitir Devolved Parliament en hún seldist fyrir 9,9 milljónir punda á síðasta ári.