fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Heimsþekkt samkynhneigt mörgæsapar aftur á ferð – Stálu aftur eggi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 16:50

Eggjaþjófarnir. Mynd:DierenPark Amersfoort

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra komst mörgæsapar í dýragarðinum DierenPark Amersfoort í Hollandi í heimsfréttirnar. Parið, sem eru samkynhneigð karldýr, stal þá eggi frá öðrum pari en það klaktist ekki út. Nú hefur parið látið til skara skríða á nýjan leik og að þessu sinni stal það tveimur eggjum frá samkynhneigðu pari, kvendýrum, í garðinum.

Karldýrin skiptast nú á um að liggja á eggjunum að sögn Sander Drost, dýrahirðis. RTL skýrir frá. Það er þó lítil von til þess að ungar komi úr þeim því þeim var stolið frá samkynhneigðu pari og því er vitað að þau eru ekki frjóvguð.

Þeir vilja gjarnan eignast unga. Mynd:DierenPark Amersfoort

Það eru 17 mörgæsir í dýragarðinum og eru samkynhneigðu karldýrin foringjar hópsins.

Í ágúst á síðasta ári komst mörgæsin Hollænder, sem býr í dýragarðinum í Óðinsvéum í Danmörku, í fréttirnar fyrir að hafa klakið út egg en Hollænder er samkynhneigður. Ekki er vitað hvar hann náði í eggið eða hvort hann er faðirinn en hann hefur annast ungann frá því að hann klaktist út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum