Karldýrin skiptast nú á um að liggja á eggjunum að sögn Sander Drost, dýrahirðis. RTL skýrir frá. Það er þó lítil von til þess að ungar komi úr þeim því þeim var stolið frá samkynhneigðu pari og því er vitað að þau eru ekki frjóvguð.
Það eru 17 mörgæsir í dýragarðinum og eru samkynhneigðu karldýrin foringjar hópsins.
Í ágúst á síðasta ári komst mörgæsin Hollænder, sem býr í dýragarðinum í Óðinsvéum í Danmörku, í fréttirnar fyrir að hafa klakið út egg en Hollænder er samkynhneigður. Ekki er vitað hvar hann náði í eggið eða hvort hann er faðirinn en hann hefur annast ungann frá því að hann klaktist út.