fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hald lagt á 2,3 tonn af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 21:35

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Paragvæ lagði hald á 2,3 tonn af kókaíni á þriðjudaginn. Efnið var um borð í skipi í Terport höfninni í Villeta sem er nærri höfuðborginni Asinción. Verðmæti efnisins er um hálfur milljarður dollar en það svarar til tæplega 70 milljarða íslenskra króna.

Tveir voru handteknir en lögreglan segir þetta stærsta fíkniefnamál sögunnar í Paragvæ. Kókaínið fannst í einum af sex gámum sem voru faldir í skipinu en farmur þess var kol. Enn á eftir að rannsaka hina fimm gámana svo ekki er útilokað að meira magn finnist.

Skipið var á leið til Ísrael en átti að hafa viðkomu í Buenos Aires í Argentínu og Antwerpen í Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?