American Airlines tapaði sem nemur sex milljörðum íslenskra króna daglega á þriðja ársfjórðungi. Þetta er þó betri niðurstaða en á öðrum ársfjórðungi þegar tapið var sem nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna á dag. Í dollurum talið var tap félagsins á þriðja ársfjórðungi 2,4 milljarðar. Veltan var 3,17 milljarðar miðað við 11,91 milljarð á sama tíma í fyrra.
British Airways tapaði 1,54 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi. Lufthansa tilkynnti einnig nýlega um mikið tap. Öll flugfélögin, og fleiri til, hafa tilkynnt um mikinn niðurskurð í áætlunarflugi sínu í vetur.