fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Góður hagnaður hjá Tesla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 14:05

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður rafbílaframleiðandans Tesla á þriðja ársfjórðungi var tvöfalt meiri en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins sem var birt á miðvikudaginn.

Hagnaðurinn var 331 milljón dollara en var 143 milljónir á síðasta ári. Þetta var fimmti ársfjórðungurinn í röð sem reksturinn skilar hagnaði. Velta fyrirtækisins jókst um tæplega 40% á þriðja ársfjórðungi.

Eftir því sem fyrirtækið segir þá er ástæðan meðal annars „vaxandi áhugi á bílum okkar“. Fyrirtækið reiknar með að afhenda 500.000 bíla á árinu. Á þriðja ársfjórðungi afhenti það 139.000 bíla og hefur það aldrei fyrr afhent svo marga bíla á einum ársfjórðungi.

Fyrirtækið segir þó að 500.000 bíla markmiðið sé orðið erfiðara en áður en til að ná því þarf fyrirtækið að afhenda 180.000 bíla það sem eftir lifir árs.

Verð hlutabréfa fyrirtækisins hefur hækkað um rúmlega 400% á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar