Hagnaðurinn var 331 milljón dollara en var 143 milljónir á síðasta ári. Þetta var fimmti ársfjórðungurinn í röð sem reksturinn skilar hagnaði. Velta fyrirtækisins jókst um tæplega 40% á þriðja ársfjórðungi.
Eftir því sem fyrirtækið segir þá er ástæðan meðal annars „vaxandi áhugi á bílum okkar“. Fyrirtækið reiknar með að afhenda 500.000 bíla á árinu. Á þriðja ársfjórðungi afhenti það 139.000 bíla og hefur það aldrei fyrr afhent svo marga bíla á einum ársfjórðungi.
Fyrirtækið segir þó að 500.000 bíla markmiðið sé orðið erfiðara en áður en til að ná því þarf fyrirtækið að afhenda 180.000 bíla það sem eftir lifir árs.
Verð hlutabréfa fyrirtækisins hefur hækkað um rúmlega 400% á árinu.