TV2 skýrir frá þessu. Eftir að samskiptin hófust fengu þau fljótt á sig kynferðislegan tón og ákveðið var að hittast til að stunda kynlíf.
„Ég tek smokka með,“
skrifaði maðurinn og bætti við:
„Við getum líka gert það án þeirra.“
En hann vissi ekki að það var sonur hans sem stóð á bak við prófíl 13 ára stúlkunnar.
Mál mannsins var nýlega tekið fyrir hjá dómstólum og var hann dæmdur í 24 daga fangelsi og til að greiða sakarkostnað. Í dómsorði kemur fram að sonurinn hafi viljað komast að hvort faðir hans væri með barnklám undir höndum og hafi því byrjað á þessu.
Málið fór svo langt að maðurinn fór til Bardufoss, þar sem hann og „stúlkan“ höfðu ákveðið að hittast, en þá sat sonurinn víðsfjarri í suðurhluta Noregs. Í kjölfarið á þessu kærði sonurinn föður sinn.
Maðurinn sagði lögreglunni að hann hefði ekki haft áhuga á að stunda kynlíf með stúlkunni. Hann hafi ætlað að komast að hver stúlkan væri svo hann gæti hjálpað henni. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki sett sig í samband við barnaverndaryfirvöld eða lögreglunni sagðist hann ekki hafa haft tíma til þess.
Verjandi hans sagði að dómnum verði áfrýjað.