fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út og eru þetta viðbrögð fólksins við faraldrinum. Tæplega helmingur þeirra var að kaupa sér skotvopn í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hafa áhyggjur af að þetta muni hafa í för með sér aukna hættu á sjálfsvígum og ofbeldisverkum á heimilum.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafi komist að því að 110.000 Kaliforníubúar hafi keypt sér skotvopn vegna heimsfaraldursins. Um 47.000 voru að kaupa sér skotvopn í fyrsta sinn. Kaupendurnir segja að áhyggjur af uppþotum, efnahagslegu hruni og að áhyggjur af að mörg þúsund föngum verði sleppt úr fangelsum hafi valdið því að þeir keyptu skotvopn.

Þetta hefur vakið áhyggjur um að aukin hætta sé á óhöppum þegar svo margir, með litla sem enga reynslu af skotvopnum, kaupa sér skotvopn. Þetta geti aukið líkurnar á meiðslum, sérstaklega þar sem börn og unglingar eru á heimilum.

„Fólk er áhyggjufullt vegna óvissunnar sem tengist kosningunum, mótmælum og COVID. En við verðum að ræða hætturnar sem fylgja því að vera með skotvopn á heimilum. Þú getur keypt skotvopn en það er ekki þar með sagt að þú vitir hvernig á að fara með það og það skiptir miklu máli,“

er haft eftir Brian Malte, framkvæmdastjóra Hope and Heal Fund sem eru samtök sem vinna að forvörnum í tengslum við skotvopn.

Sérfræðingar óttast einnig að aukin skotvopnaeign hafi í för með sér fleiri sjálfsvíg vegna vonleysis, ótta og einangrunar vegna heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift