Fram kemur að sjö fullorðnir hafi látist í Jixi í Heilongjiang héraðinu í Kína þann 10. október eftir að hafa borðað núðlurétt sem nefnist Suantangzi fimm dögum áður. Rétturinn þykir mikið lostæti. Tveimur dögum síðar lést áttundi fjölskyldumeðlimurinn og á mánudaginn sá níundi.
Sem betur fer vildu þrjú börn, sem rétturinn var borinn á borð fyrir, ekki borða hann því þeim fannst hann vondur.
Talsmaður matvælaeftirlitsins í Heilongjiang héraðinu sagði í samtali við China News Service að bongkrek sýra sé oft banvæn. Einkenni eitrunar koma oft fram nokkrum klukkustundum eftir að fólk borðar eitraðan mat. Helstu einkennin eru magaverkir, sviti, almennur slappleiki og hugsanlega meðvitundarleysi. Fólk getur látist á fyrstu 24 klukkustundunum.
Eitrunin getur einnig valdið alvarlegu tjóni á lifur, nýrum, hjarta og heila. Ekki er til mótefni gegn eitrinu en dánartíðnin er allt frá 40% upp í 100%.
Bongkrek sýra lifir suðu af.