fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hröð þróun mannkyns – Færri fá endajaxla og margir fæðast með auka slagæð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 21:15

Ætli hún sé komin með gular tennur? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar sýna að sífellt fleiri fæðast með auka slagæð i handleggjum. Í sömu rannsókn kom fram að andlit okkar verði einnig styttri.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Það eru vísindamenn við Flinders háskólann í Adelaide í Ástralíu sem gerðu rannsóknina. Fram kemur að almennt séð þróist mannkynið hraðar nú en fyrir 250 árum og segja vísindamennirnir að um nokkurskonar „ör-þróun“ sé að ræða.

Mataræðið okkar hefur breyst í gegnum tíðina og það hefur haft í för með sér að kjálkar okkar hafa minnkað og því höfum við ekki eins mikla þörf fyrir allar tennurnar.

„Menn hafa í gegnum tíðina lært að nota eld til að elda mat og við neytum matar á allt annan hátt en áður. Þess vegna fá sífellt fleiri nýfædd börn ekki endajaxla,“

sagði Teghan Lucas, læknir og vísindamaður við Flinders University, í samtali við The Independent. Hann sagði einnig að rannsóknin sýni að þróun manna sé miklu hraðari nú en undanfarin 250 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í