ScienceAlert skýrir frá þessu. Það eru vísindamenn við Flinders háskólann í Adelaide í Ástralíu sem gerðu rannsóknina. Fram kemur að almennt séð þróist mannkynið hraðar nú en fyrir 250 árum og segja vísindamennirnir að um nokkurskonar „ör-þróun“ sé að ræða.
Mataræðið okkar hefur breyst í gegnum tíðina og það hefur haft í för með sér að kjálkar okkar hafa minnkað og því höfum við ekki eins mikla þörf fyrir allar tennurnar.
„Menn hafa í gegnum tíðina lært að nota eld til að elda mat og við neytum matar á allt annan hátt en áður. Þess vegna fá sífellt fleiri nýfædd börn ekki endajaxla,“
sagði Teghan Lucas, læknir og vísindamaður við Flinders University, í samtali við The Independent. Hann sagði einnig að rannsóknin sýni að þróun manna sé miklu hraðari nú en undanfarin 250 ár.